1.6.2007 | 11:25
Betri blaðamennsku
Eins og ég benti á í færslu í gær ( http://loop.blog.is/blog/loop/entry/226366/ ), þá virðist það loða við blaðamenn sem skrifa um NBA að þeir kanna ekki nógu vel það sem þeir skrifa um. Þess vegna er yfirleitt vitleysur í fréttum þeirra. Ég nefndi að 60 - 75% greinanna séu með rangfærslur. Það er greinilega varlega áætlað.
"LeBron James skoraði 48 stig fyrir Cleveland, þar af 29 af síðustu 30 stigum liðsins í leiknum. Zydrunas Ilgauskas var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig." Ég held að þeir sem fylgjast með NBA viti að Zydrunas Ilgauskas er í liði Cleveland Cavaliers. Auk þess voru fjórir stigahærri í liði Detroit, (Hamilton 26, Billups 21, Webber 20 og Wallace 17 s.kv. ESPN.com). Nú bið ég mbl-menn að leggja meiri vinnu í greinarnar svo að svona vitleysur heyri sögunni til.
Annars bíð ég spenntur eftir því að sjá þennan leik endursýndan þar sem ég svaf rólegur í nótt, eftir andvöku nætur við að sjá liðið mitt (Utah Jazz) spila. S.kv. því sem maður les þá fer þessi leikur í sögubækurnar. LeBron James er ótrúlegur.
![]() |
NBA: Cleveland komið yfir gegn Detroit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)