Færsluflokkur: Bloggar

Besti miðherji Evrópu?

Vissulega er Zaza Pachulia með betri betri miðherjum í Evrópu en það er kannski full mikið að fullyrða það að hann sé besti miðherji í Evrópu. Þá er mér nærtækast að nefna minn leikmann hjá Utah Jazz, Mehmet Okur. Hann er frá Tyrklandi og er skráður sem miðherji (center). Það má svo deila um það hvort að Okur sé hreinræktaður miðherji. En eitt er víst að hann var t.d. valinn í stjörnuleikinn í Las Vegas fyrr á þessu ári. Eitthvað sem Pachulia hefur ekki í hendi. Okur leikur líka alveg jafn stórt hlutverk, ef ekki stærra, fyrir Utah heldur Pachulia fyrir Atlanta. Utah lék til úrslita vesturstrandar megin á meðan að Atlanta komst ekki í úrslitakeppnina austan megin.

En það er svo sannarlega happafengur fyrir íslenska körfuboltaaðdáendur að fá að sjá svona góðan leikmann eins og Pachulia er. Það verður gaman að fylgjast með því þegar okkar leikmenn taka á móti þessum herramönnum frá Georgíu. 


mbl.is Mæta besta miðherja í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn?

Þetta er vel þekkt aðferð sem að ég samþykki að mestu leiti. En ég vil samt setja spurningarmerki við eitt. Það er óþarfi að draga börn inn í upptalningu á þessu. S.br.

"Fólkið tók svikalaust til starfa og klætt grímum, hlífðargleraugum, hjálmum, hönskum og samfestingum réðist það á sjónvörp, salerni, börn, rúm, sturtuklefa og milliveggi. Á eftir voru herbergin rústir einar."

En ég vona að fréttamenn Mbl.is hafi óvart lætt börnum inn í þessa upptalningu. Reyndar hafa skrif mín einkennst af lélegum vinnubrögðum á þessum miðli.


mbl.is Óvenjuleg aðferð til að draga úr streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri blaðamennsku

Eins og ég benti á í færslu í gær ( http://loop.blog.is/blog/loop/entry/226366/ ), þá virðist það loða við blaðamenn sem skrifa um NBA að þeir kanna ekki nógu vel það sem þeir skrifa um. Þess vegna er yfirleitt vitleysur í fréttum þeirra. Ég nefndi að 60 - 75% greinanna séu með rangfærslur. Það er greinilega varlega áætlað.

"LeBron James skoraði 48 stig fyrir Cleveland, þar af 29 af síðustu 30 stigum liðsins í leiknum. Zydrunas Ilgauskas var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig." Ég held að þeir sem fylgjast með NBA viti að Zydrunas Ilgauskas er í liði Cleveland Cavaliers. Auk þess voru fjórir stigahærri í liði Detroit, (Hamilton 26, Billups 21, Webber 20 og Wallace 17 s.kv. ESPN.com). Nú bið ég mbl-menn að leggja meiri vinnu í greinarnar svo að svona vitleysur heyri sögunni til.

Annars bíð ég spenntur eftir því að sjá þennan leik endursýndan þar sem ég svaf rólegur í nótt, eftir andvöku nætur við að sjá liðið mitt (Utah Jazz) spila. S.kv. því sem maður les þá fer þessi leikur í sögubækurnar. LeBron James er ótrúlegur.


mbl.is NBA: Cleveland komið yfir gegn Detroit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúsk hjá mbl.is

Ég bara get ekki látið þetta ganga yfir mig. Fyrir utan það að mitt lið, Utah Jazz, er komið í sumarfrí þá lítur út fyrir að mbl.is-menn geri í því að fara með rangfærslur í fréttum sínum um NBA körfuboltann. S.br. "San Antonio komst í 14-0 í upphafi leiks og eftir það voru úrslitin ráðin." Hið rétta er að í stöðunni 16-11 þá gerðu San Antonio 14 stig á móti engu hjá Utah. Vissulega er þetta tittlingaskítur en þetta sýnir fúsk hjá mönnum á mbl.is.

Án þess að hafa kannað það til hlítar þá virðist c.a. 60-75% af greinum um NBA innihalda svona smávægilegar villur.

Annars er ég mjög sáttur, sem Utah Jazz aðdáandi, með veturinn. Liðið komst lengra í úrslitakeppnina heldur en maður bjóst við. Liðið slapp með alvarleg meiðsli og við vitum það að Deron Williams er algjör gullmoli. Næsti vetur verður spennandi þar sem liðið öðlaðist dýrmæta reynslu núna í úrslitakeppninni.


mbl.is NBA: San Antonio meistari í Vesturdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjaður!!

Það er fullkomnað!! Ég er byrjaður á þessu dæmi!!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband