2.9.2008 | 14:15
Flugið til Keflavíkur!
Það liggur alveg ljóst fyrir að þessi staðsetning er lang óhagkvæmust af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið. Það er einfaldlega fáránlegt hafa flugvöll í miðbænum sínum. Það má líkja þessu við að geyma heimilisbílinn alltaf inni í stofu hjá sér.
Að vera að tala um að flugvöllurinn sé best staðsettur þarna út af öryggissjónarmiðum er vanhugsað. Jú vissulega er það betra fyrir sjúkraflugið að lenda nánast inn á bráðarmóttöku. Á sama hátt er hægt að halda því fram að sjúkraferðir fyrir það fólk sem kemur til með að búa í Vatnsmýrinni styttist gífurlega m.v. að með flugvellinum þá þarf þetta sama fólk að búa uppi á heiðum í nágreni höfuðborgarinnar
Það er málið. Ef flugvöllurinn fer þá þéttist byggðin og ferðaleiðir styttast. Það er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa (Við skulum hafa það í huga að það búa tæp 200 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu). Ég þarf t.d. alltaf að krækja framhjá flugvellinum þegar ég fer í háskólann.
Við eigum fínan flugvöll í Keflavík sem ætti vel geta tekið við innanlandsflugi án mikils tilkostnaðar.Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er búinn að útskýra þetta mál í bloggfærlsu minni og þar sérðu mjög glögglega hversvegna Keflavíkurflugvöllur kemur ekki einu sinni til greina í umræðunni. Það að þú þurfir að sneiða framhjá vellinum á leiðinni í skólann er bara spurning um eina brú eða hjáleið. Þú ert að tala um að leggja fullkominn flugvöll við jörðu (því ekki flytur maður flugvöll) og bjóða höfuðborgarbúum og landsmönnum að:
1. Aka lengra til að komast í flug (innanlands) og fjölga banaslysum í umferðinni til að toppa vitleysuna.
2. Lengja viðbragðstíma sjúkraflugs bæði til og frá slysstað
3. Auka mengun til muna (bæði umferð og flug) (Flogið verður frá suðvestasta horni landsins til áfangastaða... ferðatími lengist því ekki bara landleiðina heldur einnig flugleiðina.
4. Leggja í stóraukinn kostnað sem leggst á alla landsmenn, ekki bara höfuðborgarbúa
5. Leggja af einn mikilvægasta varaflugvöll Íslands og gera það að verkum að geti millilandavélar ekki lent vegna veðurs í Keflavík verði þær að lenda á Egilsstöðum (með tilheyrandi óþægindum fyrir farþega og fyrirtækin).
6. Auka umferðarþunga til muna í miðbænum og þar með gera hann óvænni borgarbúum en við kunnum í dag að þekkja.
7. Lækka fasteignaverð í úthverfum borgarinnar þar sem byggð færist nær miðju.
... o.s.frv.
Magnað!
Frosti Heimisson, 2.9.2008 kl. 15:17
uhhh... svo ég bæti við; Með öðrum orðum... þú vilt leggja niður innanlandsflug á Íslandi. (enda fljótlegra og ódýrara að keyra norður á Akureyri en að þurfa fyrst að keyra í Keflavík (í von og óvon hvort flogið verður), fljúga lengra (sem kostar ennþá meira) og þurfa að endurtaka leikinn þegar heim er komið. Gáfað!
Frosti Heimisson, 2.9.2008 kl. 15:19
Við verðum að hugsa þetta í stóru samhengi. Ef að við grípum niður í skýrslu sem sérfræðihópur gerði um framtíðarstaðsetningu flugvallarins kom fram að "... Þjóðhagslegur ábati umfram þjóðhagslegan kostnað reiknast mikill ef að flugstarfsemi er flutt úr Vatnsmýrinni"
Ég þarf ekki að segja meira.
Hægt er að nálgast skýrsluna hér: http://www.samgonguraduneyti.is/utgefid-efni/nyr-vollur
Ólafur Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 16:05
Fyrst þú vilt tala um hvað er þjóðhagslega hagkvæmt, er þá ekki gáfulegast að flytja allt flug til Reykjavíkur? Það er hagkvæmast og eina leiðin til að láta uppfyllingu á Lönguskerjum borga sig er væntanlega sú að flytja ALLT flug, innanlands- og utan til Reykjavíkur. Stærri aðgerð sem kostar mikið kallar á að hún verði vel nýtt af sem flestum.
Annars man ég ekki betur en að skýrsluhöfundar hafi viðurkennt síðar meir að það sé erfitt að meta til fjár þau lífsgæði sem völlurinn veitir þjóðinni og ég er þess fullviss að ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður verða lélegar samgöngur við borgina til þess að fjöldi Reykvíkinga mun flytja til Reykjanesbæjar og stórfellt fjármagn færast þangað með tilheyrandi tapi fyrir Reykjavíkurborg. Sú hugmynd að setja flugvöll upp á heiði er alveg út úr kortinu. Maður gæti haldið að viðkomandi aðdáendur Hólmsheiðar búi alls ekki á Íslandi. Hvers vegna haldið þið að flugvellir séu nær alltaf staðsettir við strönd eða við sjávarmál? Það er til að nýting vallarins verði sem mest og flugöryggi sem mest því það skiptir jú höfuðmáli, að halda uppi miklu flugöryggi. Ég fullyrði að flugöryggi á Íslandi mun versna mikið ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður. Hann er of mikilvægur til að hægt sé að réttlæta fórnina.
Betri byggð MEÐ flugvelli!
Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:48
-
Nokkrar spurningar/hugleiðingar um flutning flugvallarins til Keflavíkur:
Þetta er meira til þess að vekja til umhugsunar því ég hef aldrei séð þetta koma upp í umæðunni en það væri gaman ef einhver er til í að reikna eftirfarandi:
1. Ef innanlandsflug verður fært til KEF lengist flugtími um nokkrar mínútur á hverjum legg. Hversu margar eru þessar mínútur? 7-10 mínútur eða? Aksturstími til og frá flughlaði og út á flugbraut verður alltaf talsvert lengri en í Reykavík. Ætli megi reikna með auka 3-5 aukamínútum þar? Hversu mikið ætli minnki nýting flugvéla og áhafna við þetta?
2. Hversu miklu meiri verður eldneytiseyðslan en ef lent er í Reykjavík, á t.d. annars vegar á F-50 og hins vegar á Dash 8 (Ernir) vegna þessa lengri flugtíma? Þá er ég að tala um á hverjum legg. Hvað eru þetta mörg kíló eldsneytis og miðað við núverandi eldsneytisverð hversu mikill er kostnaðurinn á hverja ferð? Hversu mikill er kostnaðurinn á ársgrundvelli miðað við núverandi innanlandsáætlun? (Flís, Ernir)
3. Ef innanlandsflug verður fært til KEF og enginn annar völlur verður byggður þarf að nota SAK, VEY eða AEY sem varavöll. VEY að sjálfsögðu afleitur kostur. Hversu mikið kostar það á hverja ferð að bera þetta viðbótareldsneyti? Hvað kostar það á ársgrundvelli miðað við núverandi innanlandsáætlun?
4. Miðað við lengri flugtíma og meiri fjarlægð til varaflugvallar, hvað má búast við því að arðhleðsla minnki mikið annars vegar á F-50 og hins vegar á Dash 8 (Ernir)?
5. Miðað við ofangreint (varavöllur á SAK) má reikna með því að þeim tilfellum fjölgi mjög að taka þurfi eldsneyti úti á landi. Hver ætli aukinn kostnaður sé við það að þurfa að aka eldsneytinu frá löndunarhöfn (Akureyri/Reykjavík) og út á land? Hver ætli sé kostaðurinn við að bera eldsneytið í flugi?
6. Hversu miklu meiri verður heildarmengun frá innanlandsflugi miðað við ofangreint?
Þetta á að sjálfsögðu við áætlun og flugvélar beggja innanlandsfélaganna enda set ég Erni innan sviga.
Þarna á eftir að hugsa til þess vinnutaps og kostnaðar við flutninga farþega milli KEF og REK sem yrði þegar skyndilega verður ófært á einhverjum áfangastaðnum. Fólk komið til KEF og sífellt verið að setja flugið í athugun.
Áhugamaður (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:31
Skondin færsla hjá þér, nafni!
Þessi staðsetning í Vatnsmýrinni er nefnilega lang hagkvæmust! Það er frábært að hafa flugvöll sem næst miðbænum, spurðu bara fólkið í Boston. Þar er alþjóðaflugvöllur 2-3 km frá miðborginni. Þeir væru aldrei svo miklir bjánar að flytja hann 50 km í burtu af því þar "er dýrt byggingarland." Nei Kanar geta verið kjánar en svona miklir kjánar eru þeir ekki.
Og það er nú ekki hægt að jafna þessu við að hafa bíl inni í stofu hjá sér. Það er þó kannski hægt að líkja þessu við að hafa bílskúr í húsinu sínu! Þú vilt, með innanlandsflugi í Kef, hafa húsið þitt í einu hverfi og bílskúrinn þinn hinum megin í borginni. Já það samræmist varla rökhugsun í tæknifræði.
Ef þú býrð á Húsavík og verður fárveikur, og þarft að komast á gjörgæslu strax (hjartaáfall, heilablóðfall, you name it) viltu fyrst fljúga til Keflavíkur (auka 10 mín í flugi) og eyða auka-klukkustund í að keyra Keflavíkurveg áður en þú kemst á spítala? Spurning hvort þú meikir það alla leið? Nei ég hélt þú vildir það ekki. Finnst þér í lagi að annað fólk þurfi að gera það af því þú þarft þess ekki sjálfur? Ætli það, kæri félagi.
Svo ef flugvöllurinn fer, þá þéttist byggðin ekkert. Breiðholtið verður ennþá á sínum stað og Háaleitishverfið líka. Þarna yrði byggt á sama máta og hefur verið gert sl. áratugi, glundroða úthverfaskipulag með sömu konseptum og áður en bara öðru mynstri. Vakna nú. Keflavíkurflugvöllur getur vel tekið við innanlandsflugi -þegar búið er að reisa sér flugstöð fyrir það flug. En innanlandsflugið gæti aldrei tekið við Keflavík. Það myndi einfaldlega leggjast af í núverandi formi. Það væri mikill tilkostnaður nema fyrir þessar hræður sem væri troðið í vel auglýst snobbhverfi á uppsprengdu verði í Vatnsmýri.
Kveðja,
Ólafur
Ólafur Þórðarson, 2.9.2008 kl. 22:50
Það hefur komið út skýrsla um þetta og hún mælir eindregið með því að flugið verði flutt úr vatnsmýrinni. Ég tek meira mark á þeim heldur en moggabloggurum.
Ólafur Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.