29.8.2007 | 10:15
Besti miðherji Evrópu?
Vissulega er Zaza Pachulia með betri betri miðherjum í Evrópu en það er kannski full mikið að fullyrða það að hann sé besti miðherji í Evrópu. Þá er mér nærtækast að nefna minn leikmann hjá Utah Jazz, Mehmet Okur. Hann er frá Tyrklandi og er skráður sem miðherji (center). Það má svo deila um það hvort að Okur sé hreinræktaður miðherji. En eitt er víst að hann var t.d. valinn í stjörnuleikinn í Las Vegas fyrr á þessu ári. Eitthvað sem Pachulia hefur ekki í hendi. Okur leikur líka alveg jafn stórt hlutverk, ef ekki stærra, fyrir Utah heldur Pachulia fyrir Atlanta. Utah lék til úrslita vesturstrandar megin á meðan að Atlanta komst ekki í úrslitakeppnina austan megin.
En það er svo sannarlega happafengur fyrir íslenska körfuboltaaðdáendur að fá að sjá svona góðan leikmann eins og Pachulia er. Það verður gaman að fylgjast með því þegar okkar leikmenn taka á móti þessum herramönnum frá Georgíu.
Mæta besta miðherja í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, svona eru áhuginn nú mismunandi :)! Gangi þér vel.
Ólafur Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.