Verðtryggingin úr sögunni!

Loksins loksins geta andstæðingar verðtryggingarinnar (sem virðist vera megin þorri landsmanna) tekið gleði sína á ný sem og óverðtryggð lán.

Verði þeim að góðu, ég ætla að halda mig við verðtryggðu lánin. Enda eru þau hagstæðari fyrir alla ef til lengri tíma er litið.


mbl.is Húsaleiga Íbúðalánasjóðs taki mið af markaðsleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Vilt þú verðtryggja húsaleigu?

Meinhornið, 15.10.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég tel það alveg óþarfi. Það er tvennt ólíkt að verðtryggja dauða hluti (eða þjónustu) eða lánsfé. Tökum fimm ára tímabil. Annarsvegar ert þú með t.d. íbúð sem að þú leigir út og hinsvegar ertu með 1.000.000 kr. Eftir fimm ár þá þjónar íbúðin áfram sínu hlutverki á meðan að þú færð ekki það sama fyrir 1.000.000 kr.

En það er alveg óþarfi að banna verðtryggingu á húsaleigu.

Ólafur Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 18:50

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 "Vilt þú verðtryggja húsaleigu ?" spyr "Meinhorn" ég ætla mér ekki að svara fyrir hönd bloggeiganda ÓG, en vil benda ykkur báðum á að verðtrygging í þeirri mynd sem hún er framkvæmd á Íslandi, þekkist ekki annarstaðar og alls ekki á norðurlöndunum, sem er svo vinsælt að bera Ísland saman við, NEMA sem klásúll á, einmitt húsaleigu, en þá heldur ekki hækka leiguna, einnig stundum haft með í verksamningum ef verkið tekur lengri tíma (nokkur ár).

"hagstæðari fyrir alla, ef til lengri tíma er litið" segir þú ÓG ! það hefur örugglega verið ætlunin í upphafi (1980) en svo hefur bara raunin orðið sú að í stað þess að styrkja réttlætið milli skuldara og skuldareiganda, þá hefur þetta færst meir og meir skuldareigendum í hag.

Og dæmið um 1.000.000 kr. móti íbúðinni, fer eftir því "hvar" þú geymir þessa milljón, undir koddanum ? ;)

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 15.10.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband