Fúsk hjá mbl.is

Ég bara get ekki látið þetta ganga yfir mig. Fyrir utan það að mitt lið, Utah Jazz, er komið í sumarfrí þá lítur út fyrir að mbl.is-menn geri í því að fara með rangfærslur í fréttum sínum um NBA körfuboltann. S.br. "San Antonio komst í 14-0 í upphafi leiks og eftir það voru úrslitin ráðin." Hið rétta er að í stöðunni 16-11 þá gerðu San Antonio 14 stig á móti engu hjá Utah. Vissulega er þetta tittlingaskítur en þetta sýnir fúsk hjá mönnum á mbl.is.

Án þess að hafa kannað það til hlítar þá virðist c.a. 60-75% af greinum um NBA innihalda svona smávægilegar villur.

Annars er ég mjög sáttur, sem Utah Jazz aðdáandi, með veturinn. Liðið komst lengra í úrslitakeppnina heldur en maður bjóst við. Liðið slapp með alvarleg meiðsli og við vitum það að Deron Williams er algjör gullmoli. Næsti vetur verður spennandi þar sem liðið öðlaðist dýrmæta reynslu núna í úrslitakeppninni.


mbl.is NBA: San Antonio meistari í Vesturdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband