Með bestu reikningunum sem bjóðast í dag!

Ég er eiginlega orðlaus yfir heimskunni í fólki (ég neyðist til að nota það orð). Fólk er algjörlega að misskilja þessa frétt (sem er kannski ætlunin með þessari fréttamennsku). Það má vel vera að vaxtaraukinn af 100.000 krónum gefi 300 krónur í vasa viðskiptavinarins, ekki ætla ég að fara að reikna það. En hitt má má ekki gleymast að þessir reikningar sem falla undir þetta tilboð og sem SPRON er að bjóða eru með betri ef ekki bestu innlánsreikningar sem að bankakerfið býður upp á í dag.

Tökum dæmi um einstakling sem vil ávaxta t.d. 10.000 krónur ("Venjulegur launamaður sem ekki á 100.000 krónur aflögu") án þess að binda þær inn á reikning. Í fljótu bragði þá býðst honum þetta:

SPRON: Vaxtarbót 12,70% (viðbótarvaxtarálag 0,1%-0,4% eftir því hve lengi upphæðin er óhreyfð).

Kaupþing:  Netdreifing 12,45%

Landsbankinn: Almenn sparisjóðsbók 4,70% (ávöxtuna er hægt að auka mikið með því að binda upphæðina í einhvern tíma).

Glitnir: Vild 8,50% (ávöxtun er þó hægt að auka með því að binda upphæðina í einhvern tíma).

S24: Sparnaðarreikningur 12,95%

Netbankinn: Vaxtarauki 12,11%

Byr:  Netreikningur 12,95%

Tekið af heimasíðum bankanna. 

 

Ég er með mitt sparifé á þessum reikningum sem SPRON er að auglýsa og ég nýt góðs af háu vaxtarstigi sem er hér á Íslandi. Mér dettur einna helst í hug að þetta fólk sem er svo fljótt að draga þessar ályktanir sé þau sem eru að kvarta yfir alltof háum vöxtum af lánunum fyrir bílunum sínum, flatskjánum og yfirdrættinum. Þetta er einfalt mál, ef það er þensla í þjóðfélaginu og vaxtarstig hátt þá er skynsamlegar að spara heldur en að taka lán fyrir öllu sem hugurinn girnist.


mbl.is 300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband