2.9.2008 | 14:15
Flugið til Keflavíkur!
Það liggur alveg ljóst fyrir að þessi staðsetning er lang óhagkvæmust af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið. Það er einfaldlega fáránlegt hafa flugvöll í miðbænum sínum. Það má líkja þessu við að geyma heimilisbílinn alltaf inni í stofu hjá sér.
Að vera að tala um að flugvöllurinn sé best staðsettur þarna út af öryggissjónarmiðum er vanhugsað. Jú vissulega er það betra fyrir sjúkraflugið að lenda nánast inn á bráðarmóttöku. Á sama hátt er hægt að halda því fram að sjúkraferðir fyrir það fólk sem kemur til með að búa í Vatnsmýrinni styttist gífurlega m.v. að með flugvellinum þá þarf þetta sama fólk að búa uppi á heiðum í nágreni höfuðborgarinnar
Það er málið. Ef flugvöllurinn fer þá þéttist byggðin og ferðaleiðir styttast. Það er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa (Við skulum hafa það í huga að það búa tæp 200 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu). Ég þarf t.d. alltaf að krækja framhjá flugvellinum þegar ég fer í háskólann.
Við eigum fínan flugvöll í Keflavík sem ætti vel geta tekið við innanlandsflugi án mikils tilkostnaðar.
![]() |
Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)