15.10.2010 | 16:33
Verðtryggingin úr sögunni!
Loksins loksins geta andstæðingar verðtryggingarinnar (sem virðist vera megin þorri landsmanna) tekið gleði sína á ný sem og óverðtryggð lán.
Verði þeim að góðu, ég ætla að halda mig við verðtryggðu lánin. Enda eru þau hagstæðari fyrir alla ef til lengri tíma er litið.
![]() |
Húsaleiga Íbúðalánasjóðs taki mið af markaðsleigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2010 | 09:52
Gagnrýnislausar fullyrðingar svokallaðra „Hagsmunasamtaka“ heimilanna!
Það er algjörlega óþolandi hvað fjölmiðlar lepja oft upp vitleysuna í þessum svokölluðu Hagsmunasamtökum heimilanna, sem og öðrum Hagsmunasamtökum. Fyrir hvaða hagsmuni eru þessi samtök að berjast? Hvaða hagur er það að fara í greiðsluverkfall með öllum þeim vanskilakostnaði sem því fylgir? Hvaða hag af almennum afskriftum af lánum hafa heimili í leiguhúsnæði sem ná varla endum saman þrátt fyrir að skulda ekki neitt?
Nú halda þessi svokölluðu hagsmunasamtök því fram að 63% lána séu í vanskilum. Ég leyfi mér að stórlega efa það. Vel má vera að 63% lána séu Non-Preforming Loans en er rétt að flokka þau öll sem vanskil? Ég held að lán í frystingu séu inni í þessum flokki. Lán í frystingu er EKKI í vanskilum. Svo mikið er víst. En ég er nokkuð viss um að Hagsmunasamtök heimilanna flokki fryst lán sér í hag. Þessi samtök hafa hrópað HEIMSENDIR alveg frá hruni.
![]() |
HH: 37% lána í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)